Saga

Samhentir Kassagerð ehf var stofnað árið 1996 og sinnti í upphafi framleiðslu á tröllakössum. Fljótlega hófst samhliða framleiðslunni innflutningur á allskonar pappaumbúðum, kössum, öskjum og blokkaröskjum. Þetta kom til vegna óska markaðarins sem vildi aukna þjónustu félagsins með fjölbreyttara vöruvali.  Stofnendur voru Bjarni Hrafnsson og tveir félagar. Félagarnir fóru fljótlega til annara starfa en Bjarni er rekstrarstjóri Samhentra. Fyrirtækið hefur vaxið hröðum skrefum síðan.

Árið 2002 gengu fyrirtækin Innís efh og  G.S. Maríasson til liðs við Samhenta. Með Innís kom aukin áhersla á plastvörur og með GSM bættust við pökkunarvélar og límbönd.
 
Árið 2003 kaupir Ásgeir Þorvarðarson 30% hlut í félaginu af einum af stofnendum félagsins.

Árið 2004 kaupa Samhentir hlut í Tri Pack ltd á Englandi sem er framleiðslufyrirtæki og sérhæfir sig í Polypropylene kössum og er með einkaleyfi á CoolSeal umbúðum. Samhentir eiga í dag 50% hlutafjár í Tri-Pack plastics.

Árið 2007 kaupa Samhentir fyrirtækið Valdimar Gíslason, VGÍ ehf. Við þau kaup stækkar fyrirtækið umtalsvert og vörur eins og áhöld, krydd og íblöndur auk kjötvinnsluvéla bætast á lagerinn. Einnig sjá Samhentir um sölu og lagerhald á öllum sérmerktum umbúðum fyrir Icelandic Group á Íslandi.

Sama ár kaupa eigendur Samhentra 50% hlut í fyrirtækinu Vest Pack í Færeyjum. Tengsl  Samhentra við bæði birgja og viðskiptavini á Norðurlöndum styrkjast verulega í kjölfarið.

Í febrúar 2009 flytja Samhentir í nýtt húsnæði að Suðurhrauni 4 í Garðabæ og öll starfsemi er þar með á einum stað.
 
Árið 2011 kaupa Samhentir lagerhúsnæði og lóð að Suðurhrauni 6 – 10 í Garðabæ. Tryggja þannig framtíðarstaðsetningu í Suðurhrauninu.
 
Árið 2012 kaupa Samhentir 51% hlut í hinu gamalgróna fyrirtæki Vörumerkingu ehf. Límmiðar og merkingar af margskonar toga bætast í vöruflóruna.
 

Árið 2013  Vörumerking flytur í Suðurhraun 6 við hlið Samhentra. Sama ár er vélakostur Vörumerkingar endurnýjaður mikið og húsnæðið aðlagað að framleiðslu Vörumerkingar. Framleiðslusalur hjá Vörumerkingu fær vottun þess efnis að þar megi framleiða umbúðir (lok og lyfjafilmur) sem koma í beina snertingu við matvæli.

Árið 2014 Samhentir kaupa 49% í viðbót í Vörumerkingu eignast fyrirtækið þar með að fullu.
   
Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun, frá því að vera lítið sprotafyrirtæki í stærsta umbúðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Lykillinn að framgangi fyrirtækisins liggur í góðum tengslum við viðskipavini og birgja félagsins, vönduðu og reynslumiklu starfsfólki ásamt áherslu á gæði og nýjungar.  

 

 

Samhentir - kassager hf | Suurhrauni 4a | 210 Garab | Smi +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartmi: Mnudaga til fstudaga 8:00 - 16:00