Kjtinaardeild

Saga

Þjónusta við kjötvinnslur á sögu aftur til 1930 þegar Valdimar Gíslasson fékk verslunarleyfi sem kjörbúð. Fyrirtækið óx og sá íslenskum kjötiðnaðarmönnum fyrir kryddi, íblöndunarefnum, vélum og umbúðum næstu 40 árin. Í gegnum fyrirtækið bárust utan úr heimi bæði hugmyndir og uppskriftir um allt það nýjasta í pylsugerð. Fyrirtækið hélt margar kynningar undir forskriftinni „fæði fyrir maga og huga“. Árið 2007 keyptu Samhentir ehf VGÍ.

Samhentir báru með sér ferska vinda, kraft og framsýni í kjötiðnaðardeildina sem annars byggir á gömlum og traustum grunni. Þjónustan er sem fyrr að koma heim gæðavöru, vitneskju og nýjum hugmyndum og dreifa til íslenskra kjötiðnaðarmanna.
   

Þjónusta og vörur

   
Samhentir bjóða heildarlausnir fyrir kjötvinnslur þar sem allar rekstravörur fást á einum stað, svo sem iðnaðarvélar, krydd, umbúðir, pökkunarvélar, fatnaður, hnífar, og handverkfæri. Þjónusta og áreiðanleiki eru höfð að leiðarljósi í okkar störfum. Mikill hraði er oft í kjötvinnslum og því er  nauðsynlegt að eiga birgja sem bregst fljótt og vel við.

Staðlaðir kassar og pokar eru til á lager hjá okkur. Einnig bjóðum við upp á sérframleiðslu og að sníða umbúðir að þörfum viðskiptavina okkar.

Samhentir - kassager hf | Suurhrauni 4a | 210 Garab | Smi +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartmi: Mnudaga til fstudaga 8:00 - 16:00