Pappakassar og bylgjupappi

Temple – Inland    Bandaríkin

Temple – Inland er staðsett í Bandaríkjunum. og markaðsleiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1925. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á bylgjupappa og byggingaeiningum. Velta Temple – Inland er nálægt fjórum milljarðar dollara á ári.

Samhentir hafa átt farsæl viðskipti við Temple – Inland frá árinu 2000

   


Smurfit Kappa     Evrópa

Smurfit Kappa Group (SKG) er leiðandi fyrirtæki í Evrópu og Suður Ameríku í framleiðslu á pappaumbúðum. Ársvelta fyrirtækisins er um sjö milljarðar evra. Hjá SKG starfa um 40.000 manns í 31 landi.

Smurfit Kappa framleiðir allar stærðir af kössum og umbúðum úr bylgjupappa og massívpappa.

Samhentir hafa allt frá árinu 1998 átt á lager breitt vöruúrval af stöðluðum kössum í mörgum stærðum og gerðum frá SKG. Auk þess er hægt að panta sérhannaðar umbúðir, með eða án áprentum, sem henta hverju fyrirtæki.

  
  

SCA     Evrópa

SCA í Danmörku er einn af mikilvægustu birgjum Samhentra. Danmerkurdeildin veltir um 700 milljónum DKK. Samhentir kaupa aðallega áprentaðar neytendaumbúðir af SCA.

SCA samsteypan sem er í 90 löndum, framleiðir og selur hreinlætisvörur, umbúðir og áprentaðann pappír. Fyrirtækið er m.a. þekkt fyrir framleiðslu á mörgum þekktum vörumerkjum s.s. Libresse, Libero, Tork, Edet og Natusan. Velta fyrirtækisins er um 11,5 milljarðar evra og starfsmenn eru um 52.000. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á umhverfisvænar umbúðir.

Samhentir hafa átt farsæl viðskipti við SCA frá árinu 2001.

  
            Samhentir - kassager ehf | Suurhrauni 4a | 210 Garab | Smi +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartmi: 8 - 17 mn. til fim. | 8 - 16 fstudgum