Sjvartvegur

Þjónusta við sjávarútvegsfyrirtæki hefur verið Samhentum hugleikin frá upphafi. Enda hófst starfsemin í kringum sjávarútveginn. Stefnan hefur því ætíð verið í þá átt að þjónusta vel bæði land- og sjóvinnslu. Samhentir þekkja vel þarfir sjávarútvegsfyrirtækjanna og hafa aðlagað vöruframboðið að þeirra þörfum. Fyrir utan umbúðir þá útvega Samhentir einnig vinnufatnað, hnífa og brýni, rekstrarvörur, pökkunarvélar, dittin og dattinn. Skip stoppa oft aðeins í skamman tíma í höfn og þá er mikilvægt að eiga að góðan þjónustuaðila sem útvegar þér allt á einum stað á skömmum tíma.
 

 

Staðlaðir kassar og öskjur fyrir frystingu


Lausfrysti kassar

Samhentir voru voru upphaflega stofnaðir til framleiðslu og útflutnings á lausfrystiumbúðum og hafa þær átt stóran þátt í vexti Samhentra. Lausfrystikassar eru frá 5 kg. til 500 kg. og hafa þeir sérstakan sess í okkar huga. Við sinnum kröfum viðskiptavina okkar með sölu á stöðluðum umbúðum af lager og einnig sérframleiðslu og sérprentunum fyrir hina ýmsu markaði um víða veröld.
   


Öskjur fyrir flakafrystingu

Samhentir bjóða bæði 6kg/14lbs og 2kg/5lbs öskjur með og án universal prentun. Auk þess sem við eigum á lager 9kg/20lbs öskjur án prentunar. Auk þessa bjóðum við upp á að sérprenta á öskjur í þeirri stærð sem hentar hverjum og einum.
Blokkaröskjur

Blokkaröskjur Samhentra eru sérhannaðar til að mæta kröfum viðskiptavina um þurrkun, einfalda pökkun og kröfum um flata áferð. Til að ná hinni fullkomnu blokk og lágmarka sóun má ekki vanmeta mikilvægi hágæða pökkunar. Samhentir bjóða upp á 16,5 lbs blokkaröskjur með og án flipa. Einnig erum við með álramma, einfalda og tvöfalda og undirplötur í þá.

  


Saltfiskkassar og hólkar

Samhentir hafa ávallt á lager allar tegundir umbúða til pökkunar á saltfiski og hafa verið leiðandi á þeim markaði bæði hvað varðar vöruþróun og verð. Mikil verðmæti eru fólgin í útflutningi á saltfiski og því áríðandi að umbúðirnar standist þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.
   Ferskfiskkassar CoolSeal

Ný tegund af plastkössum sem ætlaðir eru til flutnings á ferskfiski í flug og gáma. Helsti kosturinn við kassana er hve þeir eru fyrirferðalitlir. Fyrirtæki geta því sparað umtalsvert í flutningskostnaði með því að velja ferskfiskkassana okkar.

Eigum á lager kassa í stærðum frá 3kg til 15 kg.

Nánar um CoolSeal er að finna á síðu hér
    

Plastumbúðir

Plastumbúðir Samhentir selja að sjálfsögðu plast fyrir þær stöðluðu umbúðir sem eru á lager. Pokar í mörgum stærðum og gerðum. Bæði til sjávarútvegs sem og annars iðnaðar. Getum prentað á umbúðirnar eftir þörfum viðskiptavina.
  

                             

Samhentir - kassager ehf | Suurhrauni 4a | 210 Garab | Smi +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartmi: 8 - 17 mn. til fim. | 8 - 16 fstudgum