Sluskilmlar

Almennt

Söluskilmálar eiga við um tilboð og pantanir sem gerðar eru hjá Samhentum Kassagerð ehf. Sérstök frávik frá söluskilmálum eru einungis gild með skriflegu samþykki seljenda.

Tilboð

Öll tilboð sem Samhentir afhenda skal fara með sem trúnaðarmál milli Samhentra og viðskipavinar. Samhentir leitast við að svara tilboðum sem fyrst.

Öll tilboð eru gerð með fyrirvara um breytingar á gengisskráningu gjaldmiðla, innflutningsgjöldum, tollum eða öðrum þáttum verðlags og miðast ætíð við gengi þess dags sem vara er reikninsfærð. Tilboðsverð eru því með fyrirvara um ofangreindar forsendur.

Taki viðskiptavinur tilboði skal hann ávallt staðfesta það með tölvupósti eða með undirskrift sinni á tilboðsblaði.

Sérpantanir og sérframleiðsla

Þegar um sérpantanir eða sérframleiðslu er að ræða er almenna reglan sú að viðskiptavinur greiði inn á pöntunina áður en hún er sett í gang.

Afturköllun pantana

Staðfestri pöntun má eingöngu breyta eða afturkalla með skriflegu samþykki Samhentra.

Söluveð

Samhentir ákskilja sér söluveð í seldum vörum til tryggingar fullnaðargreiðslu, skv. 35 gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð.

Ófyrirsjáanlegir atburðir

Samhentir og/eða framleiðandi geta neyðst til að afturkalla hvaða pöntun sem er eða breyta einhverjum þáttum hennar. Ástæður þess geta t.d. verið vegna skorts á vinnuafli eða hráefni, vegna flutningsaðila, verkfalla, vinnubanns, ófriðar, hamfara, lagasetninga eða annarra óviðráðanlegra atburða.

Samhentir - kassager ehf | Suurhrauni 4a | 210 Garab | Smi +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartmi: 8 - 17 mn. til fim. | 8 - 16 fstudgum