Viðskiptakjör

Afslættir

Afsláttarverð miðast við heil bretti eða uppgefið magn skv. tilboði. Afsláttarprósenta eða föst verð miðast við umfang viðskipta sem í gangi hafa verið og væntingum viðskiptavina og Samhentra.

Reikningsviðskipti og greiðsluskilmálar

Samhentir bjóða viðskiptavinum sínum almenna reikningsskilmála sem eru reikningsviðskipti með skilgreindri hámarksúttekt að undangenginnni samþykkt fjármála- og framkvæmdastjóra. Fylla skal út umsókn um reikningsviðskipti á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Við undirritun umsóknar samþykkir umsækjandi um leið að Samhentir leiti upplýsinga um fyrirtæki viðkomandi og hann sjálfan hjá Creditinfo.is

Ef reikningsviðskipti eru ekki samþykkt er farið fram á staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Boðið er upp á raðgreiðslusamninga hjá VISA og Europay ef um stærri staðgreiðsluviðskipti er að ræða.

Gagnvart viðskiptareikningum gilda eftirfarandi reglur:

  1. Eindagi er 10. dagur næsta mánaðar eftir úttekt.
  2. Viðskiptareikningum er lokað fari vanskil 15 daga fram yfir eindaga og er krafa send til innheimtu hjá Intrum.
  3. Sérpantanir og sérframleiðsla eru reikningsfærðar á komudegi vöru. Lagervörur eru reikningsfærðar á afhendingardegi frá vöruhúsi Samhentra.
  4. Samhentir reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á allar úttektir sem ekki eru greiddar á eindaga. Sjá www.sedlabanki.is

 

 

 

 

Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00