Kæru viðskiptavinir Samhentra

Vegna vaxandi útbreiðslu COVID-19 á heimsvísu skoðum við daglega ytri aðstæður og fylgjumst grannt með fréttum sem berast. Við metum stöðuna með samskiptum við okkar birgja, skoðum birgðastöðu, birgðakeðju og framleiðslugetu okkar og getu til að eiga og senda viðskiptavinum okkar vörur.

Við fylgjum ráðleggingum Landlæknis og Almannavarna eins og lög gera ráð fyrir. Frá byrjun mars höfum við gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr líkum á því að COVID-19 veiran greinist hjá starfsfólki okkar. Það höfum við meðal annars gert með því að:

  • Takmarka aðgengi gesta
  • Stöðvað heimsóknir sölufulltrúa
  • Takmarkað samskipti milli starfsfólks
  • Skipt upp matartímum með sótthreinsun á milli
  • Aðskilið deildir og aukið þrif og sótthreinsun á snertiflötum
  • Töluverður fjöldi starfsfólks sinnir nú störfum sínum að heiman

Þetta eru fordæmalausir tímar og afar mikilvægt að halda ró sinni og festu. Daglega metum við stöðuna til að tryggja starfsemina og eðlilegt vöruframboð handa viðskiptavinum okkar.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef spurningar vakna.

Samhent stöndum við!


Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00