Mjög góður árangur hjá Niceland Seafood með nýjan CoolSeal kassa

Tri-Pack í Englandi framleiðir CoolSeal kassann fyrir Samhenta og er hann ætlaður fyrir ferskan fisk. Það eru nokkrir þættir sem gera kassann mjög svo athyglisverðan. Fyrir það fyrsta er hann 100% endurvinnanlegur (polypropylene), þá er hann sambrjótanlegur sem gerir hann gríðarlega hagkvæman í aðflutningi sem og að loknu flutningsferlinu. Þá ber kassinn meira en áður þekkist sem þýðir meiri þyngd per bretti og þar með meiri þyngd í flutningseiningu sem unnið er með. Mjög er auðvelt að prenta á hann sem gerir hann að góðum kosti í markaðslegum tilgangi. Einhver kann að spyrja um einangrunargildi kassans og þar skal fyrst benda á að ný útgáfa kassans er með tvöfalda langhlið sem eykur til muna einangrunargildi kassans. Ekki má svo gleyma þeirri staðreynd að gæði framleiðslu, afurða og flutninga hafa gert það að verkum að á síðustu 5-10 árum hefur öllum þessum þáttum fleytt gríðarlega fram! Afurðin sjálf má segja að sé orðinn sjálfur kælimiðillinn og aukin þekking gert það að verkum að kælikeðjan í sjó og flugi er orðinn mjög sterk!

Að framansögðu þá kemur árangur Niceland Seafood með sinn CoolSeal-kassa alls ekkert á óvart! „Við hjá Niceland Seafood erum mjög ánægð með CoolSeal-kassann og samstarfið við Samhenta með þróun á kassanum. Einnig er gaman að geta sagt frá því að bæði okkar samstarfsaðilar í Bandaríkjunum sem og okkar kaupendur eru kampakátir með þessa nýju lausn sem CoolSeal kassinn er í umhverfi sem ekki aðeins er farið að biðja um aðrar lausnir en frauð heldur einnig farið að leggja bann við frauði. Því er óhætt að segja að CoolSeal-kassinn sé búinn að slá í gegn á okkar markaðssvæði vestur í Bandaríkjunum!“ Sögðu þeir Birgir Birgisson og Vigfús Björnsson hjá Sölustjórar hjá Niceland Seafood.

CoolSeal-kassinn fékk svo einnig mjög góða umsögn frá Heiðu Helgadóttur stjórnarmanni í Niceland Seafood í þættinum „Vikan með Gísla Marteini“. Þar sagði Heiða meðal annars þetta: „… við erum meðal annars að flytja út í 100% endurnýtanlegum umbúðum en ekki í Styrofoam (innskot, ísl: frauðplasti)“. Síðar bætti Heiða þessu við: „Það er líka okkar business ákvörðun að vilja að velja okkur þessar umbúðir“ ... og áfram hélt Heiða „…það er mjög skakkt að vera hampa sjálfbærum veiðum og sjálfbærri nýtingu á auðlindinni og ætla svo að flytja allt út í ógeðslegum umbúðum“. Óhætt að segja að þessi nálgun og ákvörðun Niceland Seafood sé á hugrök og nú þegar orðin eftirtektarverð sem við hjá Samhentum eru afar stolt af! Tilvitnun: http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/vikan-med-gisla-marteini/27861?ep=89mg2o  (ATH: 18 mínútu til rúmlega 20)

Hjá okkur í Samhentum er CoolSeal-kassinn umbúðir sem eru að svara kalli nútímans hvert sem litið er! CoolSeal svarar kalli sjávarútvegsins, þar með talið kaupenda og markaðarins sem og samfélagsins. Kynntu þér CoolSeal hjá okkur í Samhentum og við vinnum samhentir að réttri lausn með þér og þínu fyrirtæki! 


Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00