Nýr starfsmaður. Góðar fréttir fyrir garðyrkjuna.

Samhentir hafa gengið frá ráðningu á Bryndísi Björk Reynisdóttur sem sölu- og þjónustufulltrúa í garðyrkjudeild félagins. Bryndís er garðyrkjufræðingur og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði garðyrkjunnar en hún hefur stundað nám við LBHÍ  á Reykjum og Hvanneyri sem og VMA. Þá hefur Bryndís bæði starfað hér á landi m.a. hjá Frjó Umbúðasölu, Garðyrkjufélagi Íslands ásamt því að hafa sinnt ýmsum verkefnum hjá Sambandi Garðyrkjubænda og jafnframt starfað í Danmörku í tengslum við garðyrkjuna þar í landi. Það er mikið fagnaðarefni að fá inn starfmann með þessa reynslu og menntun inn í öflugan liðshóp Samhentra og ekki síst ávinningur fyrir viðskiptavini félagsins í garðyrkju og ilrækt. Bryndís flytur til landsins í sumar og mun hefja störf í byrjun ágústmánaðar. Eiginmaður Bryndísar Bjarkar er Anton Kristinn Stefánsson og eiga þau saman tvo syni. 


Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00