Pökkunarvélar frá AFAK

Ísfélagið og Vinnslustöðin kaupa pökkunarvélar fyrir uppsjávarfisk. Ísfélagið og Vinnslustöðin kaupa pökkunarvélar fyrir uppsjávarfisk.
Í síðustu viku var gengið frá sölusamningi á pökkunarvélum frá AFAK í nýjasta skip Vinnslustöðvarinnar hf.  Skipið er Gandí VE og fer á makrílveiðar í maí.  Einnig verður settur upp fullkomin Markem prentari, frá Samhentum, sem merkir kassana áður en þeir fara í lestina.  

Í janúar sl. var gengið frá sölusamningi við Ísfélag Vestmannaeyja hf,á tveimur pökkunarvélum frá AFAK BV í Hollandi fyrir uppsjávarvinnsluna í Eyjum.  Ísfélagið er að gera breytingar hjá sér til að vera betur í stakk búið fyrir m.a. vinnslu á Makríl.  Pökkunarvélar frá AFAK koma þar sterkar inn. Vélarnar verða settar upp í maí.

Afak hefur sem kunnugt er áratuga reynslu af smíði á pökkunarvélum og vinnslulínum í skip og landvinnslur.

Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00