Skýrsla danska umhverfisráðuneytisins segir hefðbundinn plastpoka umhverfisvænastan (feb.2018)

Skýrsla danska umhverfisráðuneytisins segir hefðbundinn plastpoka umhverfisvænastan (feb.2018)

Óhætt er að segja að skýrsla danska umhverfisráðuneytisins („Life Cycle Assessment of grocery carrier bags“) sé mjög yfirgripsmikil, fræðileg og fróðleg og greinilega vel unnin. Niðurstaða skýrslunnar að teknu tilliti til mjög margra umhverfisþátta er að hinn hefðbundni plastpoki (LDPE) sé umhverfisvænasti innkaupapokinn fyrir danskan neytendamarkað. Ekki skal lagt mat á niðurstöðuna frekar en þó er rétt að geta þess að skýrslan tók tillit til mjög margra þátta og greinilegt að hún var mjög vel unnin sem ætti öllu jafna að leiða til faglegrar niðurstöðu.

Til glöggvunar gagnvart plasti eru helstu flokkar plasts listaðir upp hér að neðan ásamt helstu vörutegundum, en höfum í huga plast er ekki sama og plast enda er það í sjö flokkum:

    1. PET (polyethylene): Flöskur og glös undir drykki
    2. HDPE (high-density polyethylene): Harðara plast en PET og dæmi um vöru eru brúsar fyrir t.d. sápur og sjampó og þess háttar
    3. PVC (polyvinyl chloride): Hér eru rör mest einkennandi fyrir þennan flokk eins og regnvatnsrör og skólprör. Þá eru leikföng og heilbrigðistengdir hlutir innan þessa flokks eins og lyfjaspjöld, blóðpokar og túbur.
    4. LDPE (low-density polyethylene): Hér eru innkaupapokar mjög dæmigerð vara og aðrar matvælapakkningar, dósahringir og flöskur til að sprauta úr. Enda er LDPE í eðli sínu mjög létt og mjúkt meðfærilegt.
    5. PP (polypropylene): Þetta plast er notað mikið undir matvæli t.d. fyrir fersk vöru, hitabrúsar og íhlutir í bíla.
    6. Polystyrene (polystyrene): Dæmi um þessa vöru eru frauðplastkassar, einnota matarbakkar, ísbox og frauðplast í kringum rafmagnsvörur.
    7. Annað plast: Þetta eru plastvörur sem búið er að blanda saman plast tegundum úr flokkunum sex hér á undan og gerir því endurvinnslu jafnvel erfitt fyrir. Í þessum flokki er einnig svokallaðar PLA vörur (polylactic acid) þ.e. sykurreyrvörur sem eru fjölliður (poly). 

Sem sagt, plast er búið til úr mismunandi fjölliðum (poly). Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru sjö fyrrgreindu og um 80% plastefna sem notuð voru í Evrópusambandinu árið 2011 voru unnin úr þessum sjö fjölliðum (heimild: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=54071#).

 

Til frekari fróðleiks fylgir hér að neðan samantekt sem og heildarskýrsla danska umhverfisráðuneytisins í rannsókn sinni á umhverfisvænasta innkaupapokanum fyrir neytendamarkað í Danmörku. Íslensk þýðing er á samantekt skýslunnar en svo er skýrslan sjálf á ensku.

Það er ljóst að það getur verið mikil frumskógur og val á umbúðum getur reynst flókið verk enda ekki allt gull sem glóir. Þess vegna er gott að geta leitað til sérfræðinganna hjá Samhentum – Kassagerð hf við leit að réttum umbúðum og umbóta á núverandi umbúða sem eru í síma 575-8000 eða sala@samhentir.is

 

Hér er hægt að nálgast samantekt úr skýrslunni á íslensku 

Hér er hægt að nálgast skýrsluna á ensku

 

 

 

 


Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00