Fréttir

Nýtt logo Samhentir

Nýtt logo Samhentir

Samhentir Íslenska: Allt er breytingum háð. Ein af breytingum sem félög og fyrirtæki ráðast í endrum og sinnum eru vörumerki eða lógó sinna félaga og nú er komið að slíkum breytingum hjá okkur í Samhentum. Þannig fá Samhentir nú nýtt og uppfært lógó sem unnið var í góðu samstarfi við hönnunarstofuna Jökulá. Breyting sem við hjá Samhentum erum afar sátt við og er um leið nauðsynleg uppfærsla upp á skalanleika að gera gagnvart öllum tækjum og tólum nútímans. Eftir sem áður höldum við fast í bláa litinn í lógóinu okkar sem ber merki kassans, öldunnar og tengdra forma í okkar starfi. Þess má geta að Samhentir Kassagerð ehf var stofnað 1996 og var því fagnað 25 ára afmæli 2021. Hið nýja lógó Samhentra lítur svona út:

Sjávarútvegssýning Ice Fish 2022

Sjávarútvegssýning Ice Fish 2022

Ágætu viðskiptavinir, Samhentir verða á Sjávarútvegssýningunni Ice Fish 2022. Endilega láttu sjá þig og við förum yfir málin. Léttar veitingar í boði. Erum á bás F-20


„Samhentir verða lokaðir á morgun föstudaginn 13. maí vegna jarðarfarar.“

„Samhentir verða lokaðir á morgun föstudaginn 13. maí vegna jarðarfarar.“

Góður vinur og samstarfsmaður kveður.

Góður vinur og samstarfsmaður kveður.

Vinur okkar og samstarfsmaður til margra ára Guðráður Gunnar Sigurðsson, Gurri, varð bráðkvaddur 3. maí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju á Akranesi næstkomandi föstudag, 13. maí klukkan 13. Einnig verður útförinni streymt í gegnum netið.


Enn syrtir í álinn á erlendum mörkuðum og verð hækka

Enn syrtir í álinn á erlendum mörkuðum og verð hækka Því miður sendum við aftur fréttaskot gagnvart því að enn syrti í álinn á erlendum mörkuðum. Eitthvað sem berst okkur daglega í fréttum. Þegar útlit var fyrir afléttingar gagnvart Covid réðust Rússar inn í Úkraínu með hræðilegum afleiðingum gagnvart saklausum borgurum sem og afleiðingum fyrir efnahagslífið. Þannig hefur orkuverð margfaldast í verði og er nú um 4-5 sinnum hærra en áður þekktist. Í kjölfarið er rekstur á pappamyllum orðinn mjög þungur, sér í lagi þær sem standa einar og sér. Óhjákvæmilega eru því framleiðendur á pappaumbúðum að fá mun hærra hráefnisverð í fangið og hærra orkuverð ásamt hærra flutningsverði, almennri verðbólgu t.d. í launum og öðrum aðföngum. Raunar er það svo að við heyrðum nýverið af sex pappamyllum á Ítalíu sem hreinlega lokuðu og hættu starfsemi í bili, ásamt tveimur öðrum í Frakklandi og Þýskalandi. Flestar af þessu pappamyllum hafa svo valið að selja orkuna áfram út í markaðinn á sínu háa verði. Ekki laust við sú spurning vakni hvort þetta sé ekki orðið eitthvað mjög bjagað og óeðlilegt?

Páskaumbúðir

Páskaumbúðir

Nói Síríus og Samhentir hafa verið í samstarfi með þróun á umbúðum sem auðvelda pökkun og dreifingu á páskaeggjum. Frábær útkoma á umbúðum sem gleðja.

Bréfpokar - tilboð á meðan birgðir endast

Bréfpokar - tilboð á meðan birgðir endast



Óbreytt útlit á mörkuðum 2022, enn mikið ójafnvægi.

Ágæti viðskiptavinur Líkt og við höfum áður komið inn á, bæði í samtali við ykkur sem og í okkar fréttafærslum, þá hafa átt sér stað miklar verðbreytingar á árinu 2021. Þessar verðbreytingar eiga rætur sínar að rekja til afleiðinga heimsfaraldursins þ.e. skortur á hrávöru sem leiddi af sér miklar hækkanir á hrávöruverði. Aðstæður sem eru fordæmalausar (force majeure) og ástand sem við höfum hvorki séð fyrir né upplifað áður. Því miður er það svo að ekki er útlit fyrir að framboð á mörkuðum nái jafnvægi við eftirspurn núna í ár. Óhjákvæmileg afleiðing þessa ástands er áframhaldandi hækkandi vöruverð. Vissulega mismunandi eftir vöruflokkum og eðli þeirra, samanber mikil þróun yfir í pappa, hækkun í plasti og tafir jafnvel skortur á áli og reyndar lengri afgreiðslutímar í öllum vöruflokkum sem kallar á meiri fyrirvara pantanna.

Verslun Samhentra opnar á ný 7. febrúar

Verslun Samhentra opnar á ný 7. febrúar

Verið velkomin á Suðurhraun 4a. en verslun okkar hefur opnað á ný. Starfsfólk okkar tekur vel á móti þér.

Vöruþróun Samhentir kassagerð

Vöruþróun Samhentir kassagerð

Í takt við þínar þarfir. Við leggjum okkur fram við margþætta vöruþróun í góðu samstarfi við viðskiptavini og birgja. Endilega láttu í þér heyra ef þig vantar lausnir fyrir þína vöru. sala@samhentir - 5758000

Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00