Fréttir


Tilkynning vegna COVID - 19 veirunnar

Hér má lesa viðbragðsáætlun Samhentra vegna COVID - 19 veirunnar. Við vonum að þetta ástand vari stutt og við getum aftur unnið á eðlilegan máta með viðskiptavinum okkar. Þangað til biðjum við gesti og viðskiptavini að hjálpa okkur með því að fylgja þessum einföldu reglum. Verslunin okkar verður áfram opin en aðgengi að sölumönnum verður heft. sjá tilkynning að ofan


Samhentir kaupa rekstur Kassagerðar Reykjavíkur

Samhentir Kassagerð hf. hefur komist að samkomulagi við Kassagerðar Reykjavíkur ehf. um kaup á lager og viðskiptasamböndum félagsins. Sameinaður rekstur verður rekinn undir merkjum Samhentra.

Samhentir með í bleikum október

Samvör í bleiku

Starfsfólk Samhentra og Vörumerkingar tekur að sjálfsögðu þátt í bleikum október.

SamVör í WOW

SamVör í WOW

Að sjálfsögðu tók starfsfólk Samhentra og Vörumerkingar þátt í WOW cyklothon þetta árið eins og undanfarin ár.


Opnunartími í Samhentum og Vörumerkingu í sumar

Ágætu viðskiptavinir. Í sumar frá og með 18. júní til og með 23. ágúst verða Samhentir og Vörumerking opin frá 08:00 til 16:00


Samhentir, Vörumerking og Bergplast í sjónvarpsþættinum Súrefni á Hringbraut

Um daginn fengu Samhentir, Vörumerking og Bergplast heimsókn frá Lindu Blöndal sem stýrir þættinum Súrefni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Virkilega fræðandi og góður þáttur þar sem málin voru krufin og áherslur Samhentra og Bergplasts sem umhverfisvæn fyrirtæki koma fram. Sjáðu þáttinn hérna http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/surefni-22-mai


Nýr starfsmaður. Góðar fréttir fyrir garðyrkjuna.

Samhentir hafa gengið frá ráðningu á Bryndísi Björk Reynisdóttur sem sölu- og þjónustufulltrúa í garðyrkjudeild félagins. Bryndís er garðyrkjufræðingur og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði garðyrkjunnar.

Mjög góður árangur hjá Niceland Seafood með nýjan CoolSeal kassa

Mjög góður árangur hjá Niceland Seafood með nýjan CoolSeal kassa

Á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Boston, Seafood Expo North America, vakti nýr CoolSeal-kassi Niceland Seafood mjög mikla athygli og hlaut mikið lof fyrir eiginleika og útlit.

-

Andlát

Vinur okkar og samstarfsmaður til margra ára Jón Þór Ágústsson féll frá fimmtudaginn, 7. mars. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ næstkomandi miðvikudag 20. mars klukkan 13. Að lokinni útför verður erfidrykkja í húsakynnum Samhentra/Vörumerkingar við Suðurhraun 4 í Garðabæ. Jón Þór hafði starfað hjá okkur sem sölumaður í sjávarútvegi um árabil og hans verður sárt saknað, hann var mikils metinn af sínum viðskiptavinum og samstarfsfélögum. Hann hafði afburðarþekkingu á sínu sviði, lausnamiðaður og hvers manns hugljúfi. Fráfall Jón Þórs er okkur mikið áfall og við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu, vina og allra þeirra sem eiga um sárt að binda.


Brynjar Viggósson framkvæmdastjóri sölusviðs Samhentra og Vörumerkingar

Samhentir og Vörumerking hafa gert skipulagsbreytingar á sölustarfsemi félaganna. Brynjar Viggósson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðsins. Sölusviðið ber ábyrgð á sölu allra afurða Samhentra og Vörumerkingar svo sem umbúðum fyrir sjávarútveg, matvælavinnslu, garðyrkju, veitingahús og mötuneyti ásamt mjög breiðri vörulínu annarra vara.

Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánundag til fimmtudags 8:00-16:00 og föstudaga 8:00-15:00