Fréttir

Vestfjarðaörninn 2013

Vestfjarðaörninn 2013

Vestfjarða örninn 2013 fór frá fram á golfvelli golfklúbbs Patreksfjarðar í Vesturbotni þann 21.06.2013. Keppendur á mótinu voru 26. Veður var fallaget og aðstæður góðar. Við hjá Samhentum færum Golfklúbbi Patreksfjarðar okkar bestu þakkir fyrir þeirra aðstoð og undirbúning fyrir mótið.

Dibal

Vogir og verðmerkibúnaður frá Dibal

Á IFFA sýningunni í Frankfurt á dögunum náðust samningar um að í framtíðinni myndu Samhentir sjá um að selja og þjónusta vörur frá Dibal.

Cool Seal í Hollandi

Hollendingar búnir að uppgötva CoolSeal

Framleiðendur þar í landi eru farnir að gera sér grein fyrir hve mun meira af afurðum er hægt að koma í CoolSeal kassa í samanburði við EPS. Ekki spillir fyrir að CoolSeal er 100% endurvinnanlegt. Sjá frétt um málið hér: CoolSeal arrives in Holland

Samhentir - Berlín

Samhentir bregða undir sig betri fætinum...

.. og ætla að vera í Berlín 12. til 15. apríl n.k. Af því tilefni verða vöruafgreiðslur í lágmarki þessa daga. Sjá nánar í auglýsingu.

Vörumerking

Samhentir hafa keypt 51% hlut í Vörumerkingu

Afgreiðsla Vörumerkingar hefur nú verið flutt til Samhentra að Suðurhrauni 4a í Garðabæ.

Samhentir KFÍ

Samhentir styrkja KFÍ

KFÍ ætlar sér stóra hluti í vetur. Samhentir óska þeim góðs gengis.

Samhentir á ferðalagi

Árshátið Samhentra

Starfsfólk Samhentra gerði sér dagamun um síðustu helgi. Heimsóttu Akranes og skoðuðu vitann þar sem þessi hópmynd var tekin.

Vestfjarðaörninn 2012

Vestfjarðaörninn 2012

Hið árlega golfmót fyrir viðskiptavini Samhentra á Vestfjörðum, Vestfjarða Örninn 2012, var haldið föstudaginn 22. júlí á Syðridalsvelli í Bolungarvík. Alls tóku 26 spilarar þátt. Leikið var eftir Texas scramble kerfi þar sem spila saman tveir einstaklingar og er annar með háa forgjöf en hinn lægri. Mótið hófst um hádegi með sjávarréttasúpu og brauði og um kl.13:00 voru keppendur ræstir út, allir á sama tíma. Að loknu vel heppnuðu móti var slegið upp grillveislu fyrir keppendur og gesti. Sigurvegarar voru Jóhann Birkir og Einar Kristjóns en þeir fóru þau 18 holurnar á 63 höggum sem er 8 höggum undir pari vallarins.


Verðbreytingar

Undanfarið hefur verð á bæði pappír og plasti hækkað á hrávörumörkuðum og þar af leiðandi einnig á fullunninn vöru. Erlendir birgjar okkar hafa eftir megni reynt að komast hjá verðhækkunum en verð hafa þó verið að síga upp á við undanfarið. Frá liðnu hausti hefur íslenska krónan veikst sleitulaust eða um nærri 8% sem veldur því að ekki er hægt að komast hjá því að breyta verðum til samræmis. Hjá þeim sem versla í erlendri mynt verður breytingin minni.

Elmar, kjötmeistarinn 2012 ásamt Guðráði

Kjötmeistari Íslands

Elmar Sveinsson kjötiðnaðarmaður hjá Norðlenska er kjötmeistari Íslands 2012. Samhentir hafa undanfarin ár gefið aðalvinning keppninar sem er farandskjöldur, eignaskjöldur og peningaupphæð uppí námsferð á vegum Samhentra.

Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00