Fréttir

Robopac brettavafningsvél

100 vélar frá Robopack

Við erum stolt af því að hafa náð því að selja 100 vélar frá fyrirtækinu Robopac. Aðallega er um að ræða hinar vinsælu brettavafningsvélar en einnig kassalokunarvélar. Fiskvinnslan A.G. Seafood ehf í Reykjanesbæ festi kaup á þessari tímamótavél og verður hún afhent í lok mánaðarins.

Loðfílarnir sigursælu

Keilumót starfsmanna

Keilumót starfsmanna var haldið miðvikudaginn 7 mars. Fjögur lið voru skráð til leiks, Drekarnir, Strápilsin, Demantarnir og Loðfílarnir. Góð stemning, mikil barátta og frábær tilþrif einkenndu mótið. Keppt var bæði í einstaklings og liðakeppni.

AFAK kassapökkunarlína

Færeyingar kaupa sex AFAK kassapökkunarlínur

Samhentir í samtarfi við Skagann hf seldu nýverið sex AFAK pökkunarlínur í vinnsluhús í Suðureyjum í Færeyjum. Hver lína afkastar 250 tonnum á sólarhring.

Allt á einum stað

Allt á einum stað

Minnum á okkar breiða vöruúrval, bæði umbúðir og rekstrarvörur. Hjálpum þér að endurnýja útlit og hlutverk umbúða fyrir vöruna þína.

Suðurhraun 4

Lífið eftir Sjávarútvegssýningu

Takk fyrir komuna á básinn og í partýið. Settum heimasíðuna í andlitslyftingu. Hvernig líst ykkur á? Vörulistinn vinnur á og verður sífellt vinnsælli. Ný útgáfa af honum kemur innan skamms.

Golfmót starfsmanna Samhentra

Golfmót starfsmanna Samhentra

Golfmót starfsmanna Samhentra fór fram þann 25 ágúst síðastliðinn. Spilað var á golfvellinum í Grindavík við frábærar aðstæður flottur völlur og yndislegt veður. Ellefu keppendur tóku þátt.

Vestfjarða Örninn 2011

Vestfjarða Örninn 2011

Hið árlega golfmót fyrir viðskiptavini Samhentra á Vestfjörðum, Vestfjarða Örninn 2011, var haldið föstudaginn 22. júlí á Syðridalsvelli í Bolungarvík.

FISK kaupir kassapökkunarvél

FISK kaupir kassapökkunarvél

Í vikunni fékk FISK á Sauðárkróki afhenta nýja Niverplast kassapökkunarvél.


Viðbót við vöruflóru Samhentra

Á dögunum komu í hús hjá okkar þessar firna fínu brauðagrindur, bæði óáprentaðar og eins með áprentun að ósk viðskiptavinarins. 


CoolSeal saltfiskkassarnir eru komnir í hús

CoolSeal 25 kg. saltfiskkassarnir eru nú til á lager hjá okkur. Kassarnir hafa verið prófaði bæði hér á Íslandi og í Færeyjum með góðum árangri. Saltfiskkaupendur á Spáni sem hafa fengið kassana til sín eru ánægðir með þessar nýju umbúðir og hafa trú á þeim.

Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánudaga til föstudaga 8:00 - 16:00